Við erum með margra ára reynslu af skreytingum og umgjörð fyrir brúðkaup og tökum að okkur allar skreytingar fyrir brúðkaupsdaginn. Sem dæmi má nefnda brúðarvendi, barmblóm, blómakransa, skreytingar í sal og á brúðarbíl.

Við mælum með að skoða nokkrar myndir af fyrri verkum okkar hér fyrir neðan sem og pinterest fyrir innblástur og hugmyndir að skreytingum. 

Við veitum persónulega þjónustu og viljum gjarnan hitta brúðhjónin til að fara yfir óskir og hugmyndir þeirra og er einn fundur með brúðhjónum alltaf innifalinn í verðtilboði. 

Við mælum með að vera tímanlega í að huga að bókunum fyrir brúðkaup. Allar fyrirspurnir um lausar dagsetningar og tilboð í skreytingar fyrir brúðkaup fara fram í gegnum Elísu elisa@4arstidir.is