ㅤFyrirtækjaþjónusta

Við þjónustum fyrirtæki og stofnanir af ýmsum stærðargráðum og hér eru dæmi um þjónustu okkar.

Fallegt er að hafa ferska blómvendi í móttöku, á skrifstofum og í verslunum og við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum upp á blómaáskrift. Við lánum vasa og sjáum um uppsetningu ef þess er óskað. Endilega heyrið í okkur og fáið tilboð í áskrift.

Við hönnum blómvendi fyrir öll tilefni og dæmi um þjónustu við fyrirtæki og stofnanir eru sérgerðir afhendingarvendir, samúðarvendir og afmælisvendir. Einnig tökum við að okkur skreytingar fyrir viðburði innan fyrirtækja svo sem púltskreytingar ofl. fyrir fundi, árshátíðir og aðra fögnuði.

Grænar plöntur gera rými líflegri og bæta andrúmsloftið á vinnustöðum sem og heima. í verslun okkar Skipholti 23 er að finna úrval af fallegum plöntum og pottum. Við veitum faglega plönturáðgjöf og aðstoðum við val á pottum og plöntum í mismunandi rými ásamt því að sjá um uppsetningu.

Made by Mama ítölsku sælkeravörurnar okkar eru tilvaldar í starfsmannagjafir og sem gjafir til viðskiptavina. Við setjum saman fallega og veglega gjafakassa á ýmsum verðbilum. Fyrir fyrirspurnir, tilboð og hugmyndir að gjafakössum með sælkeravörum, endilega fáið hugmyndir og tilboð hjá elindis@4arstidir.is

Einnig er að finna hugmyndir að gjafakössum í vefverslun og kynna sér vörurnar í verslun okkar Skipholti 23.