ㅤBlómabúðin

4 Árstíðir er árstíðabundin blómaverslun og sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Verslunin opnaði fyrst árið 2014 í Lágmúla 4, í september 2021 stækkuðum við verslunina og fluttum í Skipholti 23, 105 Reykjavík.

Við tökum að okkur blómaskreytingar við öll tilefni ásamt því að bjóða upp á ferskt og öðruvísi úrval af afskornum blómum og plöntum í verslun okkar í takt við hverja árstíð, ásamt fallegum pottum, heimilis, gjafavöru og ítalskri sælkeravöru.

Elísa eigandi og blómaskreytir verslunarinnar hefur starfað við blómahönnun og útstillingar frà 1978. Hún var verslunar og yfir blómaskreytir hjà Alaska í gamla Breiðholtsbýlinu frà árinu 1982-1993 og hefur síðan starfað sjàlfstætt við blómahönnun, útstillingar, viðburði og blómasýningar 1993-1998. Árið 1998 stofnaði hún Veislugarð, veislu- og viðburðafyrirtæki ásamt eiginmanni sínum Vigni Kristjánssyni matreiðslumeistara.

Veislugarður var staðsettur í Hlégarði Mosfellsbæ frà árinu 1998 – 2014, og síðar í Lágmúla 4, þar stýrðu þau ýmsum viðburðum og brúðkaupum þar sem skreytingar Elísu voru stór hluti umgjörðinni.
Verslunin okkar er staðsett í Skipholti 23 og þar höfum við skapað okkar ævintýraheim. Við bjóðum upp á einstakt úrval af afskornum blómum, plöntum, pottum og annarri gjafavöru og sælkeravöru.

Við veitum persónulega og faglega þjónustu, flytjum inn allar okkur vörur afskorin blóm og plöntur sjálfar og leggjum mikið upp úr ferskleika blómanna. Við hönnum einstaka blómvendi á staðnum og erum með tilbúna vendi og blómabox í hverri viku.
 Við leggjum mikið upp úr góðri og persónulegri þjónustu og því að verslun okkar sé falleg fyrir augað og öðrum fagurkerum og blómaunnendum innblástur. Heimsókn til okkar ætti því enginn fagurkeri að láta fram hjá sér fara.
Við tökum vel á móti ykkur í Skipholti 23.
Komist þú ekki til okkar er hægt að panta blómvendi hér á síðunni og finna brot af vöruúrvali okkar í vefverslun.

Staðsetning
Skipholt 23, 108 Reykjavík
Símanúmer
+354 5668215
Opnunartímar 
Mánudaga-Föstudaga frá 11-18
Laugardaga frá 11-16